Kanntu að tengja? Laus störf í Listasafni Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir tæknifólki til að hafa umsjón með þremur safnhúsum Listasafns Reykjavíkur og sinna fjölbreyttum tæknimálum húsa og viðburða.
Um er að ræða tvær 60% stöður, unnið er á vöktum í sex daga og frí í átta daga.
Leitað er að lausnamiðuðum, jákvæðum og drífandi einstaklingum sem vilja starfa í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi þar sem bæði þarf að hafa eftirlit með húsnæði, stilla, tengja og bera húsgögn. 
Jafnframt því að hafa eftirlit með orku- og öryggiskerfum. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða.

Helstu viðfangsefni
- Umsjón með tæknimálum á fjölbreyttum viðburðum
- Undirbúningur og frágangur vegna viðburða í safnhúsunum
- Almenn húsvarsla í þremur safnhúsum
- Eftirlit með orku- og öryggiskerfum
- Minniháttar viðgerðir og viðhald, innandyra sem utan
- Eftirlit með útilistaverkum

Hæfniskröfur
Óskað er að einstaklingum með tækni- og/eða iðnmenntun sem nýtist í starfi eða aðra menntun sem tengst getur starfssviði safnsins. Reynsla af störfum sem tengjast viðburðum og tæknimálum þeim tengdum þar á meðal hljóð, ljós og mynd er mjög æskilegt, sem og tæknileg færni og kunnátta í meðferð tækja og tóla.

Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar.
Reynsla af viðhaldi, umsjón, eftirliti og rekstri fasteigna.
Sjálfstæði, útsjónarsemi og góð þjónustulund. 
Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Góð ensku- og tölvukunnátta.

Með umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og upplýsingar um umsagnaraðila.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. 
Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 30.1.2017.

Nánari upplýsingar veitir Anna Friðbertsdóttir í síma 411-6400 og tölvupósti anna.fridbertsdottir@reykjavik.is