Kvöldgöngur safna í sumar

Tryggvagata 17

 

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í sumar. Auk þess verður hvert safn með eina göngu á ensku og svo sameiginlega Reykjavík Safarí göngu sem verður túlkuð á sex tungumálum: ensku, pólsku, spænsku, litháísku, arabísku og filippseysku. 

Göngurnar hefjast kl. 20 og lagt er upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, nema annað sé tekið fram.
Nánari upplýsingar á facebook.com/kvoldgongur/

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin!

 

DAGSKRÁ:

Barn náttúrunnar og borgarbarnið: á slóðum Halldórs Laxness í Reykjavík
Fimmtudaginn 20. júní | Borgarbókasafnið
Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur og skáld leiðir göngu um slóðir Halldórs Laxness í Reykjavík.
 
Aðalstrætið – upphaf byggðar í Reykjavík
Fimmtudaginn 27. júní | Borgarsögusafn
Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Reykjavíkur með djúpar sögulegar rætur allt til upphafs byggðar í Reykjavík, á landnámstíð. Úr henni má lesa þróun byggðarinnar allt til samtímans og á þann hátt kalla hana sögulega tímalínu Reykjavíkur. Leiðsögumaður er Guðbrandur Benediktsson, sagnfræðingur og safnstjóri Borgarsögusafnsins.
 
Sagan í gegnum styttur og minnisvarða miðbæjar Reykjavíkur
Fimmtudaginn 4. júlí | Listasafn Reykjavíkur
Rýnt verður í sögu Íslands og Reykjavíkur í gegnum styttur og minnisvarða í miðbæ Reykjavíkur.
 
Reykjavík Safarí á sex tungumálum
Fimmtudaginn 11. júlí | Öll söfn
Menningarlífið í miðborginni kynnt á sex mismunandi móðurmálum. Hvar eru lista- og menningarstofnanir borgarinnar og hvað er í boði fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur.
 
Rölt í Reykjavík
Fimmtudaginn 18. júlí | Borgarsögusafn
Kennileiti skoðuð í miðborg Reykjavíkur sem tengjast tónlistarsögu Íslands. Sambland af gleði og fróðleik. Leiðsögumaður er Arnar Eggert Thoroddsen tónlistablaðamaður og aðjúnkt í félagsfræði við HÍ.
Lagt af stað frá Hörpu
 
Á slóðum Gvendar Jóns
Fimmtudaginn 25. júlí | Borgarbókasafnið
Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi leiðir gesti um slóðir hins uppátækjasama Gvendar Jóns
 
Listaverkin í Laugardalnum
Fimmtudaginn 1. ágúst | Listasafn Reykjavíkur
Aldís Snorradóttir listfræðingur og verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiðir göngu um listaverkin í Laugardalnum.
Gangan hefst við Ásmundarsafn í Sigtúni
 
Hinsegin bókmenntaganga
Fimmtudaginn 8. ágúst  | Borgarbókasafnið
Soffía Auður Birgisdóttir leiðir göngu um slóðir hinsegin bókmennta í miðborginni.
ATH. Gangan hefst kl. 18
 
Suðupotturinn Reykjavík 1890-1920
Fimmtudaginn 22. ágúst | Borgarsögusafnið
Sögur af aðfluttu fólki sem mótuðu bæjarlífið þegar Reykjavík breyttist úr smábæ í litla höfuðborg. Leiðsögumaður er Íris Ellenbergar doktor í sagnfræði
 
Listaverkin í kringum Tjörnina
Fimmtudaginn 29. ágúst | Listasafn Reykjavíkur
Sigurður Trausti Traustason safnfræðingur og deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur leiðir göngu um listaverkin við Tjörnina.