Laus störf: Deildarstjórar hjá Listasafni Reykjavíkur
Tvær stöður deildarstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Leitað er að öflugum einstaklingum sem hafa frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi.
Helstu verkefni Listasafns Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur er rekið af Reykjavíkurborg og er til húsa í þremur aðskildum byggingum miðsvæðis í borginni, Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Safnið skal safna, skrá, varðveita og sýna listaverkaeign Reykjavíkurborga. Auk þess skal það sinna rannsóknum á íslenskri myndlist og fræðslu um myndlist til ólíkra hópa m.a. með fyrirlestrum leiðsögn og útgáfustarfsemi. Safnið hefur einnig umsjón með myndverkum á almannafæri í eigu borgarinnar. Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist. Fjölbreytt menningarstarfsemi er í safninu en árlega eru yfir hundrað viðburðir á vegum þess, allt frá fyrirlestrum og málþingum til óhefðbundins tónleikahalds.
Deildarstjóri sýninga og miðlunar
Helstu verkefni:
– Ábyrgð á stjórnun og rekstri deildar sýninga og miðlunar.
– Ábyrgð á sýningum, sýningagerð, allri miðlun, fyrirlestrum, málþingum og fræðslustarfi á vegum safnsins.
– Ábyrgð á störfum þeirra teyma og vinnuhópa sem deildin er hluti af.
– Þátttaka í stefnumótun og gerð starfs- og fjárhagsáætlana fyrir deildina.
– Umsjón með samstarfsverkefnum í tengslum við sýningar og miðlun.
– Ábyrgð á textum í sýningasölum og umsjón með allri útgáfu á vegum safnsins, s.s. sýningaskrár og kennsluefni.
– Umsjón með þróun og gerð nýmiðlunarefnis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
– Háskólamenntun á framhaldsstigi í sýningastjórnun, listfræði, miðlun, safnafræði og/eða menningarstjórnun með grunn í listfræði eða myndlist eða önnur sambærileg mmenntun á sviði safnsins.
– Að lágmarki 3ja ára reynsla á sviði safnastarfs, sýningagerð og/eða miðlunar myndlistar.
– Mjög góð þekking á íslenskri og alþjóðlegri samtímamyndlist.
– Mjög góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
– Mjög gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
– Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi.
– Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum.
– Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
Deildarstjóri safneignar og rannsókna
Helstu verkefni:
– Ábyrgð á stjórnun og rekstri deildar safneignar og rannsókna.
– Ábyrgð á allri varðveislu, skráningu, forvörslu, sýningagerð og rannsóknum sem byggja á safnkosti listasafnsins.
– Ábyrgð á upplýsingagjöf og þjónustu við samstarfsaðila og viðskiptavini safnsins s.s. önnur söfn og menntastofnanir.
– Þátttaka í miðlun þekkingar á safnkosti listasafnsins.
– Þátttaka í stefnumótun og gerð árlegra starfs- og fjárhagsáætlana fyrir deildina.
– Umsjón með öryggismálum sem snúa að safnkosti, geymslum og aðstæðum í sýningasölum.
– Umsjón og eftirlit með listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar sem safnið ber ábyrgð á og staðsett eru á opinberum stöðum í borginni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
– Háskólamenntun á framhaldsstigi í listfræði og/eða safnafræði með grunn í listfræði eða myndlist eða önnur sambærileg menntun á sviði safnsins.
– Að lágmarki 3 ára reynsla á sviði safnastarfs.
– Mjög góð þekking á íslenskri myndlist.
– Mjög góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
– Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi.
– Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum.
– Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
– Góð þekking á skráningum og gagnagrunnum.
– Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.
Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um veitir Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, olof.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is, sími 411 6400.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.