Lífsfletir: Síðasta sýningarhelgi
Síðasti dagur yfirlitssýningarinnar Lífsfletir með verkum Ásgerður Búadóttir á Kjarvalsstöðum er sunnudagurinn 7. júní.
Ásgerður Búadóttir (1920-2014) var brautryðjandi á sviði listvefnaðar á Íslandi og í verkum hennar sameinast aldagamlar aðferðir handverksins og frjáls sköpun nútímamyndlistar. Efniviður Ásgerðar var fyrst og fremst íslensk ull en á áttunda árutug síðustu aldar vöktu glæsilegar veftir hennar verðskuldaða athygli fyrir frumlega efnisnotkun þar sem ull og hrosshár mynda ofna heild og skapa ríka efniskennd.
Á sýningunni Lífsfletir er verkum Ásgerðar sem spanna allan hennar starfsferil gerð ítarleg skil, allt frá fígúratífum skissum og minni verkum frá námsárunum til stærri, óhlutbundinna verka sem teljast til lykilverka listamannsins.