Listasafn Reykjavíkur opið á föstudaginn langa
Opið verður í öllum söfnum Listasafns Reykjavíkur yfir páskana, að undanskildum sunnudeginum 27. mars, páskadegi.
Margar áhugaverðar sýningar eru í gangi og er vert að vekja athygli á því að nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Geimþrá í Ásmundarsafni. Henni lýkur mánudaginn 28. mars. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Hugur og heimur þar sem verk Kjarvals þykja sjaldan hafa notið sín betur. Í Hafnarhúsi eru fjórar ólíkar myndlistarsýningar. Tilurð Errós 1955-1964 er yfirlitssýning á verkum Errós frá því hann steig sín fyrstu spor í myndlistinni, Aftur í sandkassann er samsýning nokkurra erlendra listamanna sem spyrja spurninga um skólastarfið og sýningin Hugboð eftir Moniku Grzymala er að mestu gerð úr lituðu límbandi. Í D-sal er Berglind Jóna Hlynsdóttir með sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni, Class Divider, þar sem hún veltir því fyrir sér hvernig við kjósum að skipta fólki niður í hópa eftir stétt og stöðu.
Opnunartími um páska í Ásmundarsafni:
Fimmtudag 24. mars, skírdag: 13–17
Föstudag 25. mars, föstudaginn langa: 13–17
Laugardag 26. mars: 13–17
Sunnudag 27. mars, páskadag: LOKAÐ
Mánudag 28. mars, 2. í páskum: 13–17
Opnunartími um páska á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi:
Fimmtudag 24. mars, skírdag: Kjarvalsstaðir 10-17 / Hafnarhús 10-20
Föstudag 25. mars, föstudaginn langa: 10–17
Laugardag 26. mars: 10–17
Sunnudag 27. mars, páskadag: LOKAÐ
Mánudag 28. mars, 2. í páskum: 10–17
Sjáumst í Listasafni Reykjavíkur!