Nýr kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur
Nathalía Druzin Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur.
Nathalía býr að fjölbreyttri reynslu af markaðs- og kynningarmálum en hún hefur starfað á þeim vettvangi í yfir áratug. Hún var markaðs- og viðburðarstjóri hjá Íslensku óperunni þar sem hún hafði umsjón með markaðsmálum, undirbúningi sýninga, tónleikum og öðrum viðburðum fyrir sérstaka markhópa auk þess að sinna samskiptum við listamenn, auglýsingastofur, hönnuði og fjölmiðla. Þá var hún vefstjóri og ritstjóri prentefnis. Nathalía var jafnframt verkefnastjóri Reykjavik Midsummer Music hátíðarinnar, starfaði sjálfstætt að menningartengdri ferðaþjónustu, gegndi starfi framkvæmdastjóra sumartónleika í Skálholti og starfaði við menningartengda dagskrárgerð á Ríkisútvarpinu. Undanfarin ár hefur Nathalía starfað sem ráðgjafi hjá VR stéttarfélagi. Nathalía er með BA gráðu í bókmenntum og rússnesku og lagði stund á MSc nám í Alþjóðamarkaðsfræði við Háskóla Íslands og CBS í Kaupmannahöfn.
Við bjóðum Nathalíu velkomna í hópinn!