15.03.2017
Nýtt útlit safnsins tilnefnt til FÍT verðlaunanna 2017
Hönnuðirnir Hjalti Karlsson, Jan Wilker, Sandra Shizuka og Ármann Agnarsson hjá KarlssonWilker eru tilnefnd til FÍT verðlaunanna í flokki Menningar- og viðburðarmörkunar fyrir hönnun sína á nýju útliti fyrir Listasafn Reykjavíkur.
FÍT verðlaunin eru veitt af Félagi íslenskra teiknara og verða veitt í Tjarnarbíói miðvikudaginn 22. mars næstkomandi.
Tilnefnt er í 19 flokkum og að auki eru veitt aðalverðlaun. Verðlaunaverkin verða sýnd í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á HönnunarMars dagana 23.-26. mars.