Síðasta sýningahelgi á Óravídd og Hér heima

Síðasta sýningahelgi á Óravídd og Hér heima

Síðasti dagur sýninganna Sigurður Árni Sigurðsson: ÓraVídd og  Jóhannes S. Kjarval: Hér heima og er sunnudagurinn 14. mars.

Óravídd er yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar sem á að baki áhugaverðan listferil og hefur hann útfært verk sín með fjölbreyttum hætti. Sigurðuður Árni hefur alla tíð spunnið stef við málverkið og tekist á við eiginleika þess miðils. Verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar. Þar kallast á bæði það sem sést með berum augum og einnig það sem við sjáum ekki.

Á sýningunni Hér heima eru sýnd verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972), sem er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Í landslagsmyndum sínum birti hann íslenska náttúru á gjörólíkan hátt en áður hafði tíðkast og kenndi landsmönnum að horfa á landið nýjum augum og meta fegurðina sem býr í hrauninu og mosanum við fætur okkar.