Síðustu dagar sýningarinnar Rið í Hafnarhúsi

Sýningarlok: Rið

Sýningunni Rið eftir Finnboga Pétursson lýkur í Hafnarhúsi sunnudaginn 15. september.

Á einkasýningu sinni sýnir listamaðurinn Finnbogi Pétursson nýtt verk sem er sérstaklega sniðið að sýningarrýminu. Á fjögurra áratuga ferli hefur Finnbogi unnið með skynjun og lagt áherslu á mörk sjónar og heyrnar. Hann hefur þróað ótal leiðir til þess að gera hljóðbylgjur sýnilegar, dregið fram tíðni efnis og rýmis og unnið með eðlisfræði umhverfisins.

Á sýningunni í Hafnarhúsi eru hljóðbylgjur leiddar í stóra laug og gárur vatnsins endurkastast á veggi salarins í alltumlykjandi innsetningu.