31.05.2017
Styrkveiting: Listin talar tungum
Listasafn Reykjavíkur hefur hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Listin talar tungum. Velferðarráðuneytið afhenti styrkinn.
Listasafn Reykjavíkur leitast sífellt við að opna safnið fyrir ólíkum hópum samfélagsins og sporna við menningarlegri aðgreiningu. Verkefninu Listin talar tungum er ætlað að skapa vettvang þar sem fræðsla og viðburðir taka mið af þörfum fólks af erlendum uppruna. Með því að að efla samkennd og virðingu fyrir lífsskoðunum annarra styður verkefnið við aðlögun nýrra hópa á Íslandi.
Á myndinni eru Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, og Klara Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Reykjavíkur.