Sýningaropnun – Augans börn

Ásmundur Sveinsson og Þorvaldur Skúlason

Laugardaginn 29. október kl. 14 verður opnuð myndlistarsýningin Augans börn í Ásmundarsafni við Sigtún. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands.

Á sýningunni eru valin verk eftir listamennina Ásmund Sveinsson (1893–1982) og Þorvald Skúlason (1906–1984). Þeir lögðu báðir ríka áherslu á formrænt myndmál og sóru sig í ætt við móderníska hefð. Þrátt fyrir að þeir veldu sér ólíka miðla voru Ásmundur og Þorvaldur að mörgu leyti hugmyndabræður og talaði Ásmundur um Þorvald sem sálufélaga sinn í myndlist.

Sýningarstjórar eru Bryndís Erla Hjálmarsdóttir og Viktor Pétur Hannesson.