Tak i lige måde: Helgardagskrá 7.-8. apríl í Hafnarhúsi

Tak i lige måde: Dagskrá 7.-8. apríl í Hafnarhúsi.

Í tengslum við sýninguna Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á dagskrá sem kallast á við efni sýningarinnar. Sýningin og dagskráin eru hluti af aldarafmælishátíð fullveldis Íslands.

Þar eru verk fjögurra listamanna sem fjalla hver með sínum hætti um nýlendustefnu, fólksflutninga, þjóðarsjálfsmynd og landamæri.

Laugardag 7. apríl
Kl. 14.00
Tveir listamenn sýningarinnar segja frá verkum sínum, Jeannette Ehlers og Tinne Zenner. Þjóðfræðingurinn Kristinn Schram segir ennfremur frá stöðu Íslands gagnvart Danmörku fyrr og nú og tekur þátt í samtali við listamennina um verk þeirra og viðfangsefni.

Sunnudag 8. apríl
Kl. 13.00

Sýning heimildarmyndarinnar Concerning Violence frá árinu 2014 eftir Göran Olsson. Myndin fjallar um þjóðernis- og sjálfstæðishreyfingar í Afríku á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar sem ögruðu valdi hvíta minnihlutans og herraþjóðanna.

Kl. 14.30
Sýning heimildarmyndarinnar Sumé - the Sound of a Revolution eftir Inuk Silis Høegh frá 2014 sem fjallar um grænlensku rokkhljómsveitina Sumé sem starfaði um og eftir 1970. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem gerð hefur verið um samtímamenningu Grænlands. 

Kl. 15.45
Sýning heimildarmyndarinnar We Carry It Within Us – fragments of a shared colonial past eftir Helle Stenum frá árinu 2017 sem bregður rannsakandi ljósi á nýlendustefnu Danmerkur. Myndin veitir skarpa innsýn í sögu Danmerkur sem nýlenduþjóðar.

Miði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.