Þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur: Marteinn Tausen

Þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur: Marteinn Tausen

Marteinn Tausen hefur verið ráðinn í nýja stöðu þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur. Megin verkefni þjónustustjóra eru innleiðing og eftirfylgni þjónustustefnu og þjónustuviðmóts gagnvart gestum safnsins. 

Marteinn býr yfir mikilli reynslu af listtengdri starfsemi. Hann er fyrrum framkvæmdastjóri Hverfisgallerís þar sem hann var umboðsmaður hóps listamanna og hafði yfirumsjón með sýningum, listaverkasölu og daglegum rekstri gallerísins. Marteinn hefur starfað í 18 ár hjá Íslandsbanka þar sem hann hefur m.a. gegnt starfi fræðslustjóra og þjónustu- og viðskiptastjóra.

Alls bárust 52 umsóknir um starfið. Ráðninganefnd miðlægrar mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar vann úr umsóknum hafði umsjón með úrvinnslu.