Wiolators: Reykjavíkurútgáfan – Opnun 8. ágúst

Wiolators: Reykjavíkurútgáfan

Kunstschlager opnar sýninguna Wiolators: Reykjavíkurútgáfan laugardaginn 8. ágúst kl. 15 í Kunstschlagerstofu Hafnarhússins.

Alþjóðlegi listahópurinn Wiolators var stofnaður árið 2011 í Gerrit Rietveld Akademíunni í Amsterdam. Hópurinn hefur tvístrast um alla Evrópu frá útskrift en heldur nú árlega sýningu í einhverju heimalandi meðlimanna. Í fyrra sameinaðist hópurinn í sjávarbænum alræmda, Blackpool í Englandi. Þar urðu verkin fyrir áhrifum af spákonum, sílíkonbrjóstum og glansandi auglýsingaskiltum.    

Í ár eru Wiolators í Reykjavík og taka yfir Kunstschlagerstofu í Hafnarhúsinu. Íslenska útgáfan snýst meðal annars um að aðeins þrír meðlimir Wiolators komust til Íslands. Þeir eru því í umboði fyrir fjarverandi meðlimi og fá sendar leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að klára send verk. 

Sýningin stendur til 21. ágúst.

Listamenn:
Emilia Bergmark (SE)
Þórdís Erla Zoëga (IS)
Maria Gondek (DK)
Christopher Holloran (GB)
Kristinn Guðmundsson (IS)
Peter Sattler (AU)
Nadja Voorham (NL) 
Andrea Zavala Folache (ES)