Líkami

Líkami (Body)
Mannslíkaminn hefur verið sígilt viðfangsefni myndlistar langt aftur í aldir. Lengst af hafa listamenn reynt að fanga hann í málverkum eða höggmyndum. Í samtímalist kemur líkaminn við sögu með fjölbreyttum hætti og hann er ekki alltaf sýnilegur. Stundum er vísað til hans á annan hátt.

Dæmi úr safneign:
Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um líkamann með því að búa til ketilbjöllur úr keramik. Ketilbjöllur eru þung og sterk líkamsræktartæki sem maður sveiflar og lyftir. Hjá Ragnheiði eru þær léttar, holar að innan og mjög brothættar. Þær minna líka á hönnunargripi og skrautmuni. Hér er leikur að þversögnum sem vekur upp ýmsar spurningar.

Mynd: Ragnheiður Gestsdóttir, Habitus, Habitat, Kapital, 2020 (vantar mynd)