Sjálf

Sjálf (Self)
Hugmyndir um sjálf og sjálfsmynd eru listamönnum hugleiknar. Þeir nota listsköpun sína til að fjalla um fjölbreytileika mannlífsins, um ólíka upplifun einstaklinga og tengsl líkama og vitundar við eigið umhverfi og aðra. Listaverk getur vakið mann til umhugsunar um fordóma gagnvart öðrum, um staðalímyndir og lýst persónulegri reynslu sem veitir manni nýja sýn.

Dæmi úr safneign:
Í verkinu Hugmyndir / Parthenogenesis mótar Anna Hallin verur í leir með mjúkum línum og í mildum pastellitum. Þær snúa hver frá annarri, sumar eru hálfar ofan í jörðunni en aðrar bera saman stórt og óskilgreint form. Verkið vekur mann til umhugsunar um stöðu einstaklingsins í samfélaginu, bæði að tilheyra og vera útundan, að finna til samkenndar en vera samt einsömul.

Mynd: Anna Hallin, Hugmyndir / Parthenogenesis, 2013

Vídeó: SJALFIÐ