Hver ákveður hvað er listaverk?

Hver ákveður hvað er listaverk?
Listheimurinn er samsettur úr alls konar fólki sem hefur ólíku hlutverki að gegna. Listamenn skapa verkin, söfn og sýningarstaðir sýna þau, listfræðingar og gagnrýnendur skrifa um þau o.s.frv. Ef fagfólk á sviði myndlistar er sammála um að líta á eitthvað sem listaverk er það sjálfkrafa orðið hluti af því mengi. Almennt má segja að listaverk sé hvers konar hlutur, afurð eða starfsemi sem unnin er af manneskju í fagurfræðilegum tilgangi og til samskipta. Listaverk tjáir hugmynd, tilfinningu eða annað sem listamenn vilja deila með heiminum. Langoftast eru listaverk eitthvað sem ekki hefur sést áður og bæta þannig einhverju nýju við heim myndlistarinnar. 

Mynd: Hildigunnur Birgisdóttir, Merkimiðar, 2015