Aðstaða fyrir börn og fjölskyldur

Í Listasafni Reykjavíkur er tekið vel á móti fjölskyldum og barnafólki. Boðið er upp á smiðjur, námskeið og aðra viðburði fyrir yngri gestina sem eru auglýstir sérstaklega í viðburðardagatali safnsins.

Í öllum safnhúsum er aðstaða fyrir börn og fjölskyldur til þess að leika sér, teikna og fleira. 

 

Hugmyndasmiðjan

Hugmyndasmiðjan er staðsett á Kjarvalsstöðum og er sérstaklega hönnuð til að veita börnum og fullorðnum innblástur. Í hugmyndasmiðjunni er hægt að skoða og rannsaka myndlist, uppgötva eitthvað nýtt og verða fyrir áhrifum.

Í Hafnarhúsinu er að finna notalegt afdrep sem nefnist Stofa. Hönnuðurinn Thomas Pausz hefur aðlagað rýmið að þörfum barna og annarra gesta sem vilja staldra við, glugga í bók eða eiga skapandi augnablik. Öllum er frjálst að heimsækja Stofuna sem er staðsett á neðstu hæð Hafnarhússins og aðgangur er ókeypis.