Hlutverk og markmið

Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem tækifæri gefst til að að kynnast fjölbreytileika myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka listamanna.

Öflug miðlun   
Safnið er öflugur vettvangur lista sem ekki bregst því hlutverki að ögra og fræða. Leitast er við að tvinna saman sýningar, fræðslu, fyrirlestra og aðra viðburði með það að markmiði að vera upplýsandi vettvangur skapandi umræðu sem örvar áhuga á myndlist og hlutverki hennar í samfélaginu auk þess sem veitt er innsýn í vinnu listamanna.

Góð þjónusta
Lögð er áhersla á góða þjónustu í víðum skilningi þannig að upplifun gesta af heimsókn í safnhúsin sé jákvæð bæði hvað varðar samskipti og umhverfi. Leitast er við að taka mið af þörfum gesta með markvissri greiningu á þörfum ólíkra hópa.

Markvisst markaðsstarf
Skýrt yfirbragð einkennir alla markaðssetningu Listasafns Reykjavíkur þar sem lögð er áhersla á hvern viðkomustað fyrir sig. Einnig er lögð áhersla á að styrkja samband Listasafns Reykjavíkur við ólíka hópa, einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki sem stuðlað geta að því að safnið nái markmiðum sínum á hinum ýmsu sviðum, s.s. listamenn, skóla, safnara, hagsmunasamtök og stuðningsaðila.

Gott starfsumhverfi
Fagmennska og vönduð vinnubrögð einkenni allt starf Listasafns Reykjavíkur þar sem starfsmenn hafa til að bera áræðni, þekkingu og gott starfsumhverfi þannig að þeir geti unnið í takt við stefnuáherslu og framtíðarsýn.