24. ágúst 2019 - 16:00
Leiðsögn listamanns: Steinunn Þórarinnsdóttir
Staður viðburðar:
Arnarhvoll
Steinunn Þórarinnsdóttir segir frá verki sínu Tákn sem var sett upp á þak Arnarhvols við Ingólfsstræti í Reykjavík í tilefni af ári listar í almannarými. Verkefnið er unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur með stuðningi frá borgarsjóði.
Steinunn Þórarinsdóttir hefur unnið fjölda verka í almannarými hérlendis sem erlendis og það hefur verið stór hluti af hennar listrænu starfsemi alla tíð. Um er að ræða 11 fígúrur úr steyptu áli sem Steinunn vann á árunum 2015-2017 – upphaflega fyrir sögusafn þýska hersins í Dresden.
Tákn var sett upp á safnabygginguna í Dresden sem áður hýsti vopnabúr þýska hersins. Þar höfðu staðið fígúrur í anda hernaðar en þeim var stolið í stríðinu árið 1943 og hafa aldrei fundist þrátt fyrir töluverða leit.
Sýning:
Verð viðburðar kr:
0