24. nóvember 2019 - 15:00
Leiðsögn – Ólöf Nordal: Úngl
Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir
Ólöf Nordal verður með leiðsögn um sýningu sína, Úngl, á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.00.
Ólöf Nordal (f. 1961) leitast við að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna, hún leitar uppi það sem fellur utan hins hefðbundna og verður þannig uppspretta safna og trúar. Verk Ólafar varpa iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísa bæði fram og aftur í tíma.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Sýning:
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.