Tónleikar HAM í Portinu
HAM snúa aftur, nú háværari og hættulegri en nokkru sinni fyrr!
Eftir að HAM spiluðu sögufræga tónleika á skemmtistaðnum Tunglinu, brann staðurinn. Duus-hús, CBGB’s og Nasa voru rifinn. Broadway Underground og 1929 á Akureyri brunnu. Nú síðast gerðu náttúruöflin sitt besta til þess að sökkva Feneyjum í sæ í kjölfar sögulegra tónleika HAM í borginni í sumar.
HAM hefur haldið sig til hlés undanfarið og ekki spilað á Íslandi í tæp tvö ár. Þessi óskasveit íslensks rokks hefur safnað kröftum og þróað sína list að mestu fyrir luktum tjöldum.
Á tónleikunum mun HAM sýna gamalkunna kraftatakta og messa yfir sálum og hári eins og þeim einum er lagið. Auk þess verður frumflutt verkið Chromo Sapiens sem HAM samdi í samstarfi við Skúla Sverrisson og listakonuna Hrafnhildi Arnardóttur aka Shoplifter en samnefnd sýning hennar sem unnið hefur hug og hjörtu listaheimsins á Feneyjartvíæringnum verður opnuð í safninu daginn áður.