27. mars 2020 - 8:00 til 23:45
Listaverk dagsins: Frönsk skógarmynd
Listaverk dagsins er Frönsk skógarmynd frá 1928 eftir Jóhannes S. Kjarval (1885-1972).
Á sýningunni Að utan á Kjarvalsstöðum er röð franskra skógarmynda sem Kjarval vann í Fontainebleau-skógi rétt utan við París þegar hann dvaldi þar í borg árið 1928. Í skógarmyndum Kjarvals frá Frakklandi má greina impressjónísk áhrif og tilraunir til að fanga þau síbreytilegu lit- og ljósbrigði sem skapa stemmningu augnabliksins.
Sýning: