Veldu ár
Erró: Fagurfræði og stjórnmál
Listamaðurinn Erró lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi og er viðfangsefni verka hans ótrúlega fjölbreytt. Hann er mjög afkastamikill og vinnur yfirleitt verk sín í seríum eða myndaflokkum. Pólitík og samfélagsleg málefni hafa löngum verið eitt megin viðfangsefni verka hans ásamt tilvísunum í lista- og menningarsöguna.
Verkin á sumarsýningu Listasafns Reykjavíkur - Errósafns, tilheyra mörg hver myndaflokkum um stjórnmál s.s. Kínversku málverkin (Chinese paintings), Pólitískar myndir (Political paintings), Bandarískar innréttingar (American Interiors), Framleitt í Japan (Made in Japan). Einnig eru á sýningunni verk úr myndaflokknum um geimfarana Les Portraits des Cosmonautes, ásamt verkum úr myndaflokkunum 1001 nótt og 1002 nótt og fleiri.
Erró hefur alltaf haft næmt auga fyrir menningarlegu samspili og víxlverkun menningartákna. Þessi atriði ásamt staðfastri samfélagsgagnrýni gera það að verkum að myndir hans eiga alltaf erindi við samtímann.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.