Veldu ár
Úti er ekki inni – inni er ekki úti
Sýning á ljósmyndum og líkönum af byggingum eftir arkitektana Arno Lederer, Jórunni Ragnarsdóttur og Mark Oei sem reka saman teiknistofu í Stuttgart. Meginatriði í verkum þeirra á mótun innra rýmis sem gefur skjól og nálægð. Þau hafna gegnsæjum arkitektúr sem stillir manneskjunni út og gerir hana varnarlausa. Þess í stað leitast þau við að skapa hlýlegt andrúmsloft í byggingum sem veitir manneskjunni öryggi.
Úti og inni er ekki eitt og hið sama. Markmiðið er ekki bein aðgreining, heldur nákvæmari skilgreining hvors rýmis fyrir sig. Að utan eru byggingar þeirra "plastískar"og lokaðar, en að innan eru þær léttar og bjartar. Arkitektarnir nýta sér dagsbirtuna til að auðga samspil forms og flata.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.