Jólavættirnar í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum

Jólavættirnar 2016

Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur, bæði í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum, föstudaginn 2. desember. Þær munu gleðja gesti safnsins allan mánuðinn og fram til 6. janúar 2017.

Samhliða fer af stað spennandi ratleikur fyrir alla fjölskylduna sem nefnist Leitin að jólavættunum. Leikurinn byggist á að finna vættirnar á húsveggjum borgarinnar og svara léttum og skemmtilegum spurningum um þær.

Dregið er úr svarseðlum og vegleg verðlaun í boði fyrir þrjá heppna þátttakendur sem eru með öll svör rétt. Hægt er að nálgast svarseðil fyrir ratleikinn í Listasafni Reykjavíkur, á upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti og í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Skilafrestur í leikinn er til og með 20. desember. Úrslitin verða kynnt þann 21. desember.