Veldu ár
Alexander Rodchenko: Bylting í ljósmyndun
Á sýningunni Bylting í ljósmyndun má sjá yfir 200 verk eftir Alexander Rodchenko (1891-1956), hann var einn áhrifamesti listamaður Rússlands á fyrri hluta 20. aldar. Rodchenko fæddist í St. Pétursborg og starfaði sem listamaður í Moskvu frá árinu 1915. Hann var lykilmaður í hópi róttækra listamanna sem kenndi sig við konstrúktívisma og litu á listina sem tæki í þágu samfélagsins. Listsköpun hans og fleiri framúrstefnulistamanna þessa tíma er samofin þjóðfélagi örra breytinga, iðnvæðingu og byltingu öreiganna.
Rodchenko notaði marga miðla í listsköpun sinni en sneri sér að ljósmyndun árið 1925. Hann hafði mikla trú á áhrifamætti ljósmynda og leit á ljósmyndun sem listgrein, enda brautryðjandi á því sviði sem og grafískrar hönnunar. Rodchenko hannaði m.a. bókakápur, veggspjöld og auglýsingar ásamt eiginkonu sinni og nánasta samstarfsmanni Varvöru Stepanovu. Enn í dag veita veggspjöld Rodchenko innblástur, nú tæpri öld síðar.
Sýningin er frá Ljósmyndasafni Moskvu.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.