Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
18.11.2000
07.01.2000

A.R.E.A. 2000 - Samtímalist frá Suður-Afríku

Hugmyndin að baki sýningunni A.R.E.A.2000 kviknaði fyrir nokkrum árum, þegar ég eignaðist fyrir tilviljun bók, sem bar það einkennilega nafn "Artof the South African Townships"  eftir Gavin Young, prófessor við Listadeild Háskólans í Höfðaborg í Suður-Afríku. Það var undarlegt og um leið heillandi að sjá, að jafnvel við þær ógnvekjandi aðstæður, sem aðskilnaðarstefna stjórnvalda þar í landi bjó landsmönnum, gat listin þrifist og jafnvel dafnað; sköpunargleðin lét ekki kúga sig, jafnvel fyrir lögregluríkinu í hinni gömlu Suður-Afríku.

Í Suður-Afríku á sér nú stað einhver merkasta tilraun 20. aldarinnar á sviði þjóðfélagsuppbyggingar, sem er síðan endurspegluð í myndlistinni. Þar eru nýir straumar í myndlist að taka þátt í samfélagi sem er að leita eftir að þróast á jafnréttisgrunni, þar sem áður ríkti skarpur aðskilnaður kynþátta um áratuga skeið og samhliða því stríðsástand um margra ára tímabil.

List samtímans þar í landi þarf því að takast á við langvarandi afleiðingar nýlendustefnunnar, sögu landsins og leit að nýju þjóðerni, ef svo má segja. Í samtímanum eru það listamenn af ensku og hollensku bergi brotnir sem þurfa að leitast við að skilgreina sig sem Afríkumenn, jafnvel þótt fjölskyldur þeirra hafi búið í Suður-Afríku í margar kynslóðir.

Við afnám aðskilnaðarstefnunar var sem þjóðin væri leyst úr læðingi, og þrátt fyrir margvísleg vandamál sem því fylgdu hefur listin veriðmikilvægur hluti af því þjóðfélagi sem er að þróast í landinu. Það er vel þess virði að bjóða Íslendingum að sjá með eigin augum, hvernig ungt listafólk er að takast á við nýja tilveru. Gavin Young tók málaleitan okkar um að stjórna slíku verkefni af stakri ljúfmennsku, og ég vil þakka honum sérstaklega fyrir samstarfið, sem hefur gert sýninguna A.R.E.A.2000 að veruleika. -

Eiríkur Þorláksson

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Gavin Younge
Sýningarskrá: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 18363805.pdf (1.9 MB)
PDF icon 18910920.pdf (2.25 MB)
PDF icon 12958053.pdf (2.12 MB)

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.