Veldu ár
Björn Birnir
Á sýningunni eru 36 olíu- og akrýlverk unnin á árunum 1981-1987 eftir Björn Birni. Björn Birnir er fæddur 1932 og stundaði nám við Sp. st. University of Maryland 1981, Master of science Indiana State University 1979, tók próf í fjarvíddarteiknun, flatarteiknun og rúmteiknun Indendors Arkitekt Akademied 1965, próf í skreytilist og skiltagerð frá Bergenholtz Dekorations fagskole 1955, lauk teiknikennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1952 og stundaði nám í Myndlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1949. Björn Birgir hefur haldið einkasýningar í Norræna húsinu 1977, Chicago I.U. 1979, Devenport Iowa 1979, víðsvegar í Kanada 1979, á Kjarvalsstöðum 1980 og í Gautaborg 1986.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.