Veldu ár
D15 Dodda Maggý
Í innsetningu sinni Lucy tengir Dodda Maggý (f. 1981) saman hljóð og myndar þannig hringiðu sem stýrir vídeóinnu. Hljóðið, syngjandi mannsröddin, sem flöktir með mismunandi hljóðstyrk á fyrirfram ákveðnum stöðum í rýminu, verður það hljóðfæri sem stýrir því hvernig flytjandinn birtist og hverfur inn í myrkvað tómið. Í myrkrinu hefur einingu raddar og líkama verið afneitað, en um leið og söngvarinn lýsist upp yfirgnæfir kraftur söngsins manneskjuna. Dodda Maggý hefur skapað mörg lög úr raddsviðinu og magnað upp ýmiskonar áferð til að draga fram „efniseiginleika“ hins samstilta söngs. Með því að lagskipta röddinni og láta hana hljóma sem kór, gerir Dodda Maggý hana að hinum ríkjandi kjarna í skuggunum.
Frá því að Dodda Maggý lauk námi sínu við Listaháskóla Íslands árið 2004 hefur hún búið til vídeó, eða vídeó- og hljóðverk og um leið unnið með tónlist í samhengi við myndlist. Áhugi hennar á hljóði styrktist seinna þegar hún stundaði nám við Nordic Sound Art (tveggja ára MFA nám sem er skipulagt af Det Kongelige Danske Kunstakademi, Konsthögskolan i Malmö, Kunsthögskolen i Oslo, og Kunstakademiet i Trondheim) á sama tíma og hún stundaði mastersnám við Det Kongelige Danske Kunstakademi.
Þótt Dodda Maggý hafi nýlega útskrifast með masters gráðu (2009) hefur hún sýnt verk sín víða, á einka- og samsýningum frá árinu 2004, á Íslandi og í ýmsum borgum Evrópu og Norður Ameríku.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.