Veldu ár
D50 Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka: Vítahringur
Í Vítahringnum veldur hringrásin stigmögnun. Ein athöfn kallar á aðra, aðra og hina sömu. Gildir einu hvort um er að ræða menningarlegan vítahring, loftslagsvítahring eða persónulegan vítahring. Hér vekja listamennirnir Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka máls á hinu siðferðilega og andlega eftirliti sem er alltaf til staðar. Eftirlit í líkingu varðturns sem er ætlað að halda okkur í skefjum. Hvíti sýningarsalurinn hefur verið afvígður upphöfnum heilagleika sínum. Það glittir í bresti í valdakerfum sem standa á stoðum nýlenduvæðingar og kapítalisma; kerfum sem fullnýta, framleiða, hámarka og bjaga öll gildi. Brestirnir hleypa ljósinu inn.
Samstarf Klāvs Liepiņš (f. 1991, Lettlandi) og Renāte Feizaka (f. 1987, Lettlandi) hófst 2019 með verkinu Traces of Red. Síðan hafa þau unnið saman að verkefnum ýmist í Lettlandi og á Íslandi. Þau eru bæði útskrifuð frá Listaháskóla Íslands; Klāvs með BA í samtímadansi 2018 og Renāte með BA í myndlist 2020. Listsköpun þeirra fer fram í gegnum skúlptúr, hreyfingu, gjörning, vídeóverk og innsetningar og þau skapa persónur, allt til þess að takast á við mikilvægar spurningar um samtíma okkar. Meðal viðfangsefna eru persónulegar sögur þeirra, sjálfsmynd, það að tilheyra, líkamleg arfleifð, lagskiptar þjóðfélagslegar kröfur og sú spenna sem ríkir í nútímalegu, kristnu samfélagi. Klāvs and Renāte voru tilnefnd til hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022 fyrir sýninguna Eins og þú ert núna var ég einu sinni / Eins og ég er núna, svo munt þú verða í Nýlistasafninu 2021.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Sýning Klāvs og Renāte er sú 50. í röðinni.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.