Veldu ár
Einar Hákonarson: Púls tímans
Einar Hákonarson (f.1945) er þekktur fyrir að koma með fígúruna aftur í íslenska málverkið þegar hann snéri heim eftir nám í Svíþjóð árið 1968, 23 ára gamall, en þá hafði abstrakt málverkið verið alls ráðandi um langa hríð.
Íslensk náttúra og samfélag hefur verið sem rauður þráður á ferli listamannsins, allt frá sögum víkinga til borgarsamfélags tuttugustu aldar. Ljóðrænn óður til náttúru, trúarbragða og kvennréttindabaráttu er meðal stefja sem finna má í verkum Einars. Verk hans eru fígúratív, expressíónsík og á stundum poppuð. Á 50 ára ferli hefur Einar tekið púlsinn á Íslandi með manneskjuna í forgrunni
Einar byggði og rak fyrstu einkareknu menningarmiðstöð á Íslandi Listaskálann í Hveragerði og hefur sinnt ýmsum opinberum stöðum og uppbyggingarstarfi í íslenskri menningu m.a. sem skólastjóri Myndlista -og handíðaskóla Íslands og sem listrænn forstöðumaður Kjarvalsstaða. Einar hefur haldið tugi einkasýninga á ferlinum og verk hans má finna í söfnum, opinberum byggingum og kirkjum, bæði innanlands sem utan.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.