Veldu ár

2024 (9)
2023 (22)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
09.10.2021
08.12.2021

Friðarsúlan í Viðey

  • Friðarsúlan í Viðey eftir Yoko Ono, 2007.

Friðarsúl­an er útil­ista­verk eft­ir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Lista­verkið er tákn fyr­ir bar­áttu Ono og Lennons fyr­ir heims­friði. Friðarsúl­an tek­ur á sig form óska­brunns en á hana eru graf­in orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungu­mál­um en enska heitið er vís­un í lagið „Imag­ine“ eft­ir John Lennon. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi. Þann 9. október 2007 var listaverkið tileinkað minningu Johns Lennon sem hefði þá orðið 67 ára. Á hverju ári lýsir friðarsúlan frá 9. október (fæðingardegi Lennons) til 8. desember (dánardags hans).

Verkið er nátengt öðru listaverki Yoko Ono; Wish Tree frá 1996. Þar hefur hún boðið öllum sem vilja að skrifa þeirra persónulegu óskir um frið og hengja á greinar innlendra trjátegunda. Óskunum hefur hún safnað saman í gegnum áratugina og telja þær yfir milljón eins og er. Óskirnar eru teknar saman víðsvegar um heiminn og þær sendar til Íslands. Þeim er svo komið fyrir í brunni Friðarsúlunnar. Ljósgeisli súlunnar lýsir svo á táknrænan hátt kröftugum óskum fólks frá öllum heimshornum upp í himinhvolfið, hvatningarljós friðar og samstöðu. Óskatrjám er komið fyrir í húsakynnum Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni.

„Ég vona að friðarsúlan muni lýsa upp óskir um heimsfrið hvaðanæva að úr veröldinni og veita hvatningu, innblástur og samstöðu í heimi þar sem nú ríkir ótti og ringulreið. Sameinumst um að gera friðsæla veröld að veruleika.“ – Yoko Ono

Upplýsingar um óskatrén er að finna á vefsíðu Friðarsúlunnar www.imaginepeacetower.com

Friðarsúlan er samstarfsverkefni Yoko Ono og Reykjavíkurborgar og er í umsjá Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns sem hefur umsjón með Viðey. 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.