Veldu ár

2024 (9)
2023 (22)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
15.05.2010
29.08.2010

Gary Schneider: Nekt

Á sýningunni sýnir hann myndir af þrjátíu nöktum kvenmans- og karl líkömum í raunstærð sem teknar eru með sérhæfðri tækni. Líkamarnir liggja allir eins, í hlutlausum stellingum á meðan Scheider færir geisla vasaljósa hægt yfir líkamana og dregur fram einkenni þeirra með ljósi og skuggum. Í texta eftir ljósmyndarann Einar Fal Ingólfsson um sýninguna segir m.a. að verk Garys séu „...í senn málverk og ljósmyndir; filman skráir það sem listamaðurinn lýsir upp á löngum tíma. Ljósið málar fyrirsætuna á filmuna. Fyrirsætan liggur á svörtu klæði á gólfi, í myrkvuðu rýminu. Linsa myndavélarinnar er opin í allt að klukkustund og á meðan lýsir Schneider líkamann með litlu vasaljósi.

Hann byrjar á andlitinu hægra megin, færir sig svo rólega niður eftir líkamanum þeim megin, fer síðan upp eftir vinstri hluta líkamans og endar á vinstri hluta höfuðsins. Ef lýst er lengur á einn hluta en annan verður sá hluti bjartari á myndinni. Í nektarmyndum Schneiders eru allar fyrirsæturnar í sömu stellingu, hvíla hendur á mjöðmum og horfa beint í linsuna. Á öllum myndunum á athyglisverð breyting sér stað í augntilliti fólksins. Hægra augað horfir ákveðið út í heiminn en það vinstra virðist hins vegar frekar horfa inn á við, er íhugult, jafnvel varnarlaust eða viðkvæmnislegt. Þessu veldur að nær klukkustund líður frá því hægra augað er lesið á filmuna þar til það vinstra er lýst upp.

Þessi mikla nekt fyllir suma eflaust óöryggi – en um leið komumst við ekki undan því að viðurkenna að svona erum við. Þetta eru myndir af fólki eins og okkur; svona komum við í þennan heim og svona yfirgefum við hann.“

Ljósmyndarinn Gary Schneider fæddist í Suður Afríku árið 1954 en býr og starfar í New York. Sýningar á verkum hans hafa ratað í mörg af stærstu listasöfnum Bandaríkjanna og Evrópu og eru verk hans einnig hluti af safneign margra þeirra.

Listamaður/-menn: 
Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Pétur Thomsen
Boðskort: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 25610655.pdf (541.64 KB)
PDF icon 25611075.pdf (294.7 KB)

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.