Veldu ár
Gjörningur: Taktu mig hérna við uppþvottavélina – minnisvarði um hjónaband
Gjörningur eftir Ragnar Kjartansson á sýningunni Guð, hvað mér líður illa.
Tíu tónlistarmenn syngja og leika daglangt á gítar yfir tveggja vikna tímabil. Þeir eru dreifðir um sýningarsalinn, eins og hver í sínum heimi en allir þó í samhljómi. Þeir tylla sér á stóla, flatmaga á beddum, rölta um og hangsa með hljóðfærin sín á meðan tómar bjórflöskur safnast fyrir kringum þá. Að baki er sýnt síendurtekið þriggja mínútna myndband af karli og konu í ástarleik í eldhúsi. Atriðið er úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977, og leikararnir eru foreldrar Ragnars.
Í fjölskyldunni gengur sú saga að listamaðurinn hafi verið getinn einmitt um það leyti þegar myndin var tekin upp. Ragnar bað tónskáldið Kjartan Sveinsson að umbreyta hinu stuttaralega samtali þessa ljósbláa atriðisins í fjölradda söngverk fyrir trúbadora. Gjörningurinn fór upphaflega fram í BAWAG P.S.K. Contemporary, í Vínarborg.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.