Veldu ár

2024 (5)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
08.02.2014
18.05.2014

Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson: Úr iðrum jarðar

Fjarri heimahögum verður minning um form, lögun og liti að innblæstri listamannsins. Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson (f. 1963) hefur í rúm 15 ár sameinað málaralist og vefnað með því að búa til málverk ofin úr handlituðum silkiþráðum.

Hún sækir efnivið sinn í íslenskt landslag og hefur t.d. unnið myndraðir um Vatnajökul og Heklu. Hildur kemur tvisvar á ári til Íslands og tekur ljósmyndir á gönguferðum sínum um landið. Hlutar úr þessum ljósmyndum – skuggar af fjallstindum eða jökulsprungur – eru einangraðir, klipptir út og stækkaðir.

Á sýningunni eru málverk sem ofin eru í þriggja metra breiðum vefstól sem Hildur vefur í vinnustofu sinni í Cleveland. Það er flókið ferli þar sem Hildur handlitar þræðina áður en hún fellir þá inn í vefinn. Í þessu ferli umbreytast frummyndirnar svo verkin virðast abstrakt eða minna á frumform.

Hildur hefur hefur verið búsett í Cleveland í Ohio sl. þrjátíu ár. Hildur hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna, þar á meðal hin virtu og eftirsóttu listaverðlaun Cleveland-borgar í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og styrki frá Ohio Arts Council, auk þess sem hún vann opinber verk fyrir Cleveland Clinic-stofnunina. Árið 2004 hlotnaðist Hildi sérstakur listamannsstyrkur frá Ohio Arts Council og sama ár var hún fengin til þess að vinna listaverk sem afhent voru verðlaunahöfum í listasamkeppni ríkisstjórans í Ohio það árið.

Hildur hefur sýnt víða, meðal annars í Samtímalistasafninu í Cleveland, William Busta-galleríinu í Cleveland og fjölmörgum galleríum og söfnum á Íslandi. Mörg söfn eiga verk eftir hana, m.a. Listasafnið í Cleveland, Listasafn Reykjavíkur, The Progressive Insurance Collection og Cleveland Clinic-stofnunin. Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson fæddist í Reykjavík en hefur búið í Cleveland í þrjátíu ár. Hún lagði stund á nám í arkitektúr frá 1983 til 1985 við Kent State-háskólann áður en hún sneri sér að myndlistarnámi við Cleveland Institute of Art. Eftir það lauk hún BFA-gráðu árið 1991 og MFA-gráðu 1995 við Kent State-háskólann.

Sýningin Úr iðrum jarðar er í tveimur hlutum og var hinn hluti hennar sýndur í The Frances Young Tang Teaching Museum and Art Gallery, Skidmore College, Saratoga Springs, New York á síðasta ári.

Listamaður/-menn: 
Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Pétur Thomsen
Sýningarstjóri/-ar: 
Hafþór Yngvason
Boðskort: 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.