Veldu ár
Jacques Monory: Kuldi
Sýningin ber heitið "Kuldi" með verkum eftir Jacques Monory. Í byrjun sjöunda áratugarins komu fram í Frakklandi listamenn með nýtt málverk - La Figuration Narrative - sem voru meðvitað andsvar við bandarísku popplistinnni. Andstætt henni vildu þessir ungu framsæknu listamenn vera gagnrýnir bæði á listina og samfélagið. Jacques Monory var einn af leiðtogum þessa hóps. Myndir hans eru samfélagslegar, fjalla um hversdagslífið þar sem áhorfandinn er ýmist áhorfandi eða þátttakandi í flóknum myndrými sem sækir tilvísanir oft og iðulega í myndskeið kvikmyndanna. Jacques Monory er fæddur í París 1934. Helstu einkasýningar hans eru á árunum 1987-97 og samsýningar 1987-93.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.