Veldu ár
Leikum og lærum: Ásmundur fyrir fjölskyldur
Komið við og eigið gæðastund með fjölskyldunni í fræðandi og skemmtilegri þátttökusýningu, sem hefur notið mikilla vinsælda. Einstakt tækifæri til að búa til minningar og leika og læra saman á eftirminnilegan hátt.
Langar ykkur til að búa til rok, raða upp orðum í höfðaletri og ráða leyniletrið á sveinsstykki Ásmundar? Byggja eigið Ásmundarhús eða bara hafa það huggulegt og setjast með fjölskyldunni á grjónapúða og hlusta sögur innan um sagnaheim verka Ásmundar? Sjá risastór tröll og Sæmund fróða og kíkja ofan í föturnar hjá Vatnsberanum?
Ásmundarsafn og Ásmundargarður hefur í gegnum tíðina verið ævintýraheimur margra kynslóða og hús Ásmundar einstakt ævintýrahús og þekkt kennileiti í Laugarneshverfi.
Að sjálfsögðu er frítt fyrir börnin og handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Athugið að leyfilegt er að taka myndir inni í sölunum, án flass. Endilega deilið myndum með okkur á Instagram #reykjavikartmuseum og fylgið okkur þar.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.