Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
17.01.2015
15.03.2015

Ljóðrænt litaspjald úr safneign Kjarvals

Jóhannes Sveinsson Kjarval skipar sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Jóhannes fæddist að Efri-Ey í Meðallandi (rétt hjá Kirkjubæjarklaustri í Vestur-Skaftafellssýslu) árið 1885 en ólst upp hjá ættingjum í Geitavík í Borgarfirði eystri til sextán ára aldurs. Um tvítugt tók hann sér írska konungsnafnið Kjarval og notaði það allt til æviloka.

Árið 1902 flutti hann til Reykjavíkur – aðeins tveimur árum eftir að Þórarinn B. Þorláksson setti upp fyrstu myndlistarsýninguna á Íslandi. Kjarval sótti námskeið í teikningu og málun bæði hjá Þórarni og Ásgrími Jónssyni í Reykjavík en hugur hans stefndi út í heim. Hann fór fyrst til London árið 1911 en síðan til Danmerkur í formlegt nám. Hann útskrifaðist úr Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1917.

Kjarval flutti til Íslands að námi loknu með fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum. Kjarval var goðsögn í lifanda lífi og í augum margra persónugervingur hins rómantíska listamanns. Rætur hans lágu í íslensku bændasamfélagi, en líf hans og listsköpun tengjast menningarlegri viðreisn þjóðarinnar, og sjálfstæðisbaráttu á fyrri hluta 20. aldar, órjúfanlegum böndum.

Kjarval málaði íslenska náttúru á gjörólíkan hátt en áður hafði tíðkast. Stundum er sagt að með landslagsmyndum sínum hafi hann kennt Íslendingum að meta hina einstöku fegurð sem býr í hrauni og mosa. Áður var náttúrufegurð einkum talin felast í tignarlegum fjöllum, birkihríslum og grænum túnum. Í gegnum verk hans upplifði fólk náttúru landsins og þann ævintýraheim sem er að finna í landslaginu á nýjan hátt. Kjarval málaði víða um land og dvaldi stundum dögum, jafnvel vikum saman úti í náttúrunni. Þá hafði hann gjarnan aðsetur í tjaldi og vann undir berum himni.

Kjarval málaði þó nokkuð á Þingvöllum og í grennd við Reykjavík. Bágur efnahagur takmarkaði möguleika hans til frekari ferðalaga en eftir árið 1939 ferðaðist Kjarval víðar um landið. Hægt er að skipta myndefni Kjarvals gróflega í þrjá hluta, landslagsmyndir, manna myndir og fantasíur. Þó skarast þetta oft þannig að í sömu myndinni getur verið að finna allar myndgerðirnar. Á sýningunni eru líka teikningar sem Kjarval vann á plast og er það í fyrsta skipti sem þær eru sýndar. Kjarval skildi eftir sig mikið lífsverk sem verður að teljast einn af mikilvægari þáttum menningararfs íslensku þjóðarinnar. Hann ánafnaði Reykjavíkurborg hluta listaverka sinna og persónulegra muna árið 1968. Verk úr gjöf Kjarvals voru sýnd í fyrsta sinn við opnun Kjarvalsstaða árið 1973. Safneignin hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin; bæði hafa verið keypt verk í safnið og einnig hefur borist fjöldi ómetanlegra gjafa frá einstaklingum. Kjarval lést árið 1972, þá 86 ára gamall.

Listamaður/-menn: 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.