Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
06.09.2014
19.10.2014

Mojoko & Shang Liang: Gagnvirkur veggur

Innsetning listamannsins Mojoko og hugbúnaðarforritarans Shang-Liang,  Gagnvirkur veggur er túlkun þeirra á hversu nátengd tæknin er sjónrænni menningu nútímans. Allt frá því að sjónvarp og stafræn tækni kom fram á sjónarsviðið hefur hún nýst í okkar þágu til miðlunar og móttöku óendanlegs fjölda myndrænna skilaboða. Skilaboða sem heimurinn gleypir í sig og er stöðugt og jafnharðan dælt  út í haf dægurmenningarinnar.

Verkið gerir þátttakendum kleift að kalla fram nokkur hundruð mynda sem valdar hafa verið úr gríðarlegum brunni  vestrænnar og austrænnar menningar.

Með því að framleiða hljóð í hljóðnema kallast fram myndir í autt rými. Útkoman er síkvik og stundleg stafræn klippimynd þar sem persónur ættaðar úr teiknimyndum, myndasögum, skopmyndum og auglýsingum birtast og hlaðast upp.

Steve Lawler tók sér listamannsnafnið Mojoko árið 2005 sem andsvar við ótæpilegri notkun á stafrænni miðlun.  Feril sinn sem gagnvirkur hönnuður hóf hann hjá Diesel HQ og hefur síðan fengist við sýningastjórn, gerð innsetninga, gagnvirka hönnun og myndlist.

Shang-Liang hóf forritunarferil sinn árið 2005 í auglýsingabransanum og fór að gera tilraunir með gagnvirkar innsetningar með forritunartungumálinu Processing og OpenFrameworks kerfinu, árið 2009. Fyrsta samstarfsverkefni hans var í félagi við Mojoko.

Mojoko og Shang-Liang búa og starfa í Singapúr.

 

Listamaður/-menn: 
Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Pétur Thomsen

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.