Veldu ár

2024 (7)
2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
28.11.2019
02.02.2020

Ólafur Elíasson: Bráðnun jökla 1999/2019

Árið 1999 tók Ólafur Elíasson myndir af nokkrum tugum jökla á Íslandi. Tuttugu árum síðar sneri hann aftur til að ljósmynda jöklana á nýjan leik.

Á sýningunni sameinar ný ljósmyndaröð myndir frá 1999 og 2019 og sýnir fram á þá djúpstæðu ógn sem steðjar að loftslagi okkar.

„Árið 1999 fór ég til Íslands til að skrásetja nokkra jökla í landinu úr lofti. Á þeim tíma áleit ég jökla vera handan allra mannlegra áhrifa. Þeir voru mikilfenglegir og gagntakandi fagrir, þeir virtust óhreyfanlegir, eilífir. Það sem vakti athygli mína var munurinn á skala mannsins og skala jarðsögunnar. Í mínum augum eru jöklar og klettar fastir fyrir, en á jarðfræðilegum mælikvarða eru þeir sífellt á ferðinni. 

Í sumar, tuttugu árum síðar, sneri ég aftur til að ljósmynda sömu jökla frá sama sjónarhorni og úr sömu fjarlægð. Þegar við flugum yfir jöklana brá mér í brún að sjá muninn á þeim. Auðvitað veit ég að hnattræn hlýnun þýðir að ísinn bráðnar og ég bjóst við að sjá breytingar, en hefði þó aldrei getað ímyndað mér hve miklar þær reyndust. Allir jöklarnir hafa skroppið verulega saman og suma átti ég jafnvel í erfiðleikum með að finna aftur. Þessu ætti augljóslega ekki að vera þannig farið, jöklaís bráðnar ekki og myndast aftur á hverju ári, líkt og hafís. Þegar jökull bráðnar er hann horfinn. Að eilífu. Það var ekki fyrr en ég sá muninn þá og nú – aðeins tuttugu árum síðar – sem ég skildi til fulls hvað er að gerast. Ljósmyndirnar sýna glögglega afleiðingar mannlegra gjörða á umhverfið. Gegnum þær skynjum við hvað er að gerast.

Í ágúst slóst ég í hópinn með hópi fólks sem vildi minnast hvarfs Okjökuls, fyrsta íslenska jökulsins sem hverfur af mannlegum völdum. Sú reynsla fyllti mann auðmýkt. Skjöldur sem komið var fyrir á svæðinu ber áletrun eftir íslenska rithöfundinn Andra Snæ Magnason, ávarpi til kynslóða framtíðarinnar: „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“

Ég vona að við stöndum nú á tímamótum. Við berum ábyrgð gagnvart kynslóðum framtíðarinnar, á því að vernda þá jökla sem eftir eru og stöðva hnattræna hlýnun. Hver einasti jökull sem við glötum endurspeglar aðgerðaleysi okkar. Hver jökull sem við björgum verður vitnisburður um aðgerðir okkar í baráttunni við hamfarahlýnun. Einn góðan veðurdag verðum við að geta haldið upp á björgun jöklanna okkar í stað þess að syrgja fleiri sem horfnir eru."

- Ólafur Elíasson

 

Boðskort: 
Ólafur Elíasson: Bráðnun jökla 1999/2019
Myndir frá opnun: 
Myndbönd

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Olafur Eliasson  Detail of The glacier melt series 1999/2019, 2019  Courtesy of the artist and i8 Gallery, Reykjavik
Hafnarhús
28. nóvember 2019 - 17:00
Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
24. desember 2019 - 10:00 til 17:00
Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
25. desember 2019 - 10:00 til 17:00
Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
26. desember 2019 - 13:00 til 17:00
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
Hafnarhús
31. desember 2019 - 10:00 til 14:00
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
Hafnarhús
1. janúar 2020 - 13:00 til 17:00