Veldu ár
Sýning á vinnustofu Jóhannesar S. Kjarvals
Vinnustofa Kjarvals ásamt málverkum og teikningum og verka í einkaeign. Nú gefst kostur á að sjá vinnustofu Kjarvals í Austurstræti 12 endurgerða. Fólk getur heimsótt stofu Kjarvals, en auðvitað vantar eitt og annað í þessari endursköpun. Hún er samt forvitnileg. Þar svífur andi meistarans og kallar fram minningar og söknuð. En þótt Jóhannes Kjarval sé horfinn af sjónarsviðinu, lifir hann áfram sterkt og stöðugt í þeim verkum, sem á veggjunum eru. Hér hefur verið bjargað frá tortímingu einu furðuverki íslenskrar myndlistar, og miklar eru þær þakkir, sem þeir menn eiga, er unnið hafa það björgunarstarf af framsýni og þekkingu.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.