Veldu ár
Tomas Martišauskis: Vera
Rými umlykur hlut. Hluturinn er kjarni þess umhverfis sem hann er í. Í þessum kjarna eru víddir tíma og rýmis. Þegar haft er í huga að tengslin milli kjarnans og rýmisins í kringum hann eru afstæð og alla jafna flókin, er ekki nema rökrétt að spurt sé: Hvað verður um rýmið ef kjarnahluturinn er fjarlægður og í staðinn settar „ósviknar eftirlíkingar“ hans?
Vera Tomasar Martišauskis hverfist um efnisleg tengsl af þessu tagi milli skúlptúra og rýmis. Í þessari rýmismiðuðu innsetningu er í stað upphaflega hlutarins komið fyrir þrívíðri eftirmynd af honum; teikningum af meginlínum í gerð hans; stafrænni teiknimynd af hegðun hans; og hljóðmynd hans.
Tomas Martišauskis fæddist árið 1977 og lauk meistaraprófi í fagurlistum frá Fagurlistaakademíunni í Vilníus árið 2006. Hann býr og starfar í Vilníus og hefur aðallega sýnt verk sín í Litháen.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.