12. apríl 2018 - 20:00
D33 Tónn: Leiðsögn listamanns
Staður viðburðar:
Hafnarhús
Anna Fríða Jónsdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína Tón í D-sal Hafnarhússins.
Á ferðalögum sínum hefur Anna Fríða leitað eftir samhljómi í umhverfinu, þar sem hún hlustar eftir einstökum tónum. Hún skoðar veröldina í kring um sig eins og úrval af hljóðfærum þar sem ýmislegt er í boði; pákur, píanó, bjöllur og strengir. Hún fangar þessar hljóðbylgjur og býr þeim til form í verkum sínum. Hún gerist hljómsveitastjóri náttúrunnar þegar hún stendur upp á trjábol og stjórnar skógarsinfóníu, býr til tónlist úr heilabylgjum og reynir að hafa áhrif á þær með rödd sinni, smíðar tónverk úr snörpum vindhviðum og undirtónum öldunnar.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Sýning:
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.