16. janúar 2020 - 20:00

D40 og Röð og regla

Opnun í D-sal
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýning Unu Bjargar Magnúsdóttur, Mannfjöldinn hverfur sporlaust um stund verður opnuð í D-sal Hafnarhússins fimmtudaginn 16. janúar kl. 20. Una er fertugasti listamaðurinn sem sýnir í D-salar röðinni. Sýningarstjóri er Aldís Snorradóttir.

Við sama tækifæri verður opnuð sýningin Röð og regla í A-sal Hafnarhússins. Röð og regla er fjórða skissan að íslenskri samtímalistasögu sem byggist á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Sýningarröðin í D-sal er vettvangur fyrstu einkasýninga listamanna í opinberu safni. Una Björg er 40. listamaðurinn sem sýnir í röðinni sem hófst árið 2007.