25. júní 2020 - 17:00 til 22:00

Fimmtudagurinn langi

Fimmtudagurinn langi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Kjarvalsstaðir

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er fimmtudagurinn langi! 

Opið til kl. 22 og enginn aðgangseyrir

Í sumar býður fjöldi safna og sýningastaða upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!

DAGSKRÁ 

Kjarvalstaðir
Sýningaopnun: Jóhannes S. Kjarval: Hér heima og Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga

Klambrar Bistro – happy hour milli kl. 17 –19 opið til kl. 22

Hafnarhús 
HönnunarMars: Opnunarhóf ASMR U ready?
Pop-up vínbar á 2. hæð - Piccolo

Tilboð í safnverslunum

Fjórar sýningar í húsinu: 

Erró: Sæborg
Hafnarhús: Pakkhús hugmynda í miðborginni
Röð og regla
Sol LeWitt

Aðrir þátttakendur eru Ásmundarsalur, Gallery Port, Harbinger, Hverfisgallerí, i8 Gallery, Kling og Bang, Listasafn Íslands, Nýlistasafnið, Shoplifter Studio, SÍM og Studio Ólafur Elíasson.

Langir fimmtudagar eru styrktir af Sumarborginni, Reykjavíkurborg. 

#fimmtudagurinnlangi

Verð viðburðar kr: 
0