20. maí 2018 - 11:00 til 14:00

Fjölskyldudagur í Ásmundarsafni

Ásmundur Sveinsson
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Fjölskyldudagur í Ásmundarsafni í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara.

Fjölskylduleiðsögn um yfirstandandi sýningar í safninu og höggmyndagarðinn umhverfis Ásmundarsafn.

Skúlptúr og teikni smiðjur fyrir börn á öllum aldri.  Einnig verður boðið upp á skemmtilegan og fræðandi  ratleik um höggmyndagarðinn umhverfis Ásmundarsafn.

Í Ásmundarsafni stendur nú yfir yfirlitssýningin List fyrir fólkið með verkum Ásmundar Sveinssonar. Á sýningunni er sjónum beint að öllum ferli listamannsins allt frá tréskurðarnámi hjá Ríkarði Jónssyni og til síðustu ára listamannsins. Sýnd eru verk unnin í ýmis efni, þar á meðal verk höggvin úr tré, steinsteypu og brons. Á sýningunni eru jafnframt frummyndir þekktra verka sem hafa verið stækkuð og sett upp víða um land.

Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter hefur verið boðið að setja upp verk sín á sýningunni í einkasamtali við verk Ásmundar þar sem völdum verkum Ásmundar er skipt út fyrir hennar verk. Verk Hrafnhildar eru allt í senn rómantísk, kjánaleg, fyndin og falleg. Hún hefur leikið sér með andstæður, fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og afkáraleika.

Ókeypis aðgangur. Léttar veitingar í boði.

Verð viðburðar kr: 
0