2. júní 2019 - 15:00

Get ekki teiknað bláklukku: Eggert Pétursson

Eggert Pétursson, ljósmynd: Áslaug Guðrúnardóttir.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Eggert Pétursson, listmálari og sýningarstjóri, verður með leiðsögn um sýningu á verkum Kjarvals Get ekki teiknað bláklukku

Listamaðurinn Eggert Pétursson (f. 1956) hefur sett saman sýningu á blómaverkum Jóhannesar S. Kjarvals. Þegar hann tók verkefnið að sér fyrir Listasafn Reykjavíkur ákvað Eggert að rannsaka blómaþáttinn í verkum Kjarvals og taka verkefnið listrænum tökum.

Eggert segir um blómaverk Kjarvals að þau séu yfirgripsmeiri heldur en verk hans sjálfs, að Kjarval fari út um víðan völl. Hann einskorði sig ekki við grasafræði heldur máli hann og teikni þau blóm sem eru í kringum hann, hvort sem það eru skrautblóm, pottaplöntur eða villt blóm, en ekki síst máli hann flóru hugans. Eggert ákvað að flokka verkin eftir efnisþáttum og myndrænum skyldleika og sýna þau eins og um sín eigin verk væri að ræða.  Val hans á verkunum er fremur hugsað til að mynda heillega sýningu en að sýna sögulegt yfirlit blómaverka Kjarvals.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.