16. janúar 2021 - 14:00

THE GREAT EXHIBITION: Leiðsögn Markúsar Þórs

Leiðsögn Markúsar Þórs
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Það er fullbókað á þennan viðburð miðað við þær fjöldatakmarkanir sem nú eru í gildi.

Verið velkomin á leiðsögn Markúsar Þórs Andréssonar, deildarstjóra sýningardeildar, um sýninguna Gilbert & George: THE GREAT EXHIBITION á lokahelgi sýningarinnar. 

Listamannatvíeykið Gilbert & George eru eitt skapandi afl. Þeir hafa unnið saman í meira en fimm áratugi – einstök verk þar sem daglegt líf og myndlist sameinast í einu mengi. Þeir hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans og eru þekktir fyrir að ryðja braut gjörningalistar og nálgast einkalíf sitt sem listaverk. Þeir hafa ögrað ríkjandi borgaralegum hugmyndum um smekk og velsæmi og ekki síst stuðlað að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. Sýningin í Hafnarhúsinu veitir yfirgripsmikla sýn yfir feril Gilbert og George. 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. janúar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.