12. febrúar 2015 - 12:00
Hvernig verður málverk til?
Staður viðburðar:
Hafnarhús
Hádegisleiðsögn með Kristínu Gunnlaugsdóttir um sýninguna Nýmálað 1 sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi.
Sýningin Nýmálað hefur það að markmiði að gefa yfirlit yfir stöðu málverksins á Íslandi og efnir safnið til sýningar í tveimur hlutum, í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum, þar sem verk 85 starfandi listmálara eru sýnd. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður.
Í leiðsögninni mun Kristín segja frá tilurð verka sinna á sýningunni og bera saman við verk annarra listamanna hvað varðar efnisnotkun og útlit. Eftir leiðsögnina er gestum boðið upp á ókeypis „kaffi og með því“.
Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1400, ókeypis fyrir Menningarkortshafa.
Sýning:
Verð viðburðar kr:
1 400
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.